Sú spurning sem ég fæ oftast er "Hvernig gengur þetta allt fyrir sig? "
Ég nálgast daginn eins og heimildarljósmyndari/fréttaljósmyndari og reyni að láta fara eins lítið fyrir mér og ég mögulega get. Augnablikin eru mér hugfangin, stór sem smá, og er ég fyrst og fremst að leitast eftir þeim sem og stemmningunni og andrúmsloftinu hverju sinni. Það getur falið í sér að ná myndum af gestum, skreytingum eða hverju sem er sem mun lifa í minningunni um daginn.
Ég nálgast daginn eins og heimildarljósmyndari/fréttaljósmyndari og reyni að láta fara eins lítið fyrir mér og ég mögulega get. Augnablikin eru mér hugfangin, stór sem smá, og er ég fyrst og fremst að leitast eftir þeim sem og stemmningunni og andrúmsloftinu hverju sinni. Það getur falið í sér að ná myndum af gestum, skreytingum eða hverju sem er sem mun lifa í minningunni um daginn.
Ég notast við litlar og hljóðlátar myndavélar svo að
þær trufli sem minnst en þær eru þó af sjálfsögðu að skila af sér góðum gæðum.
Í athöfninni nota ég aldrei flass eða ljós því þau geta verið truflandi nema algjör nauðsyn ber vegna slæmrar lýsingar.
þær trufli sem minnst en þær eru þó af sjálfsögðu að skila af sér góðum gæðum.
Í athöfninni nota ég aldrei flass eða ljós því þau geta verið truflandi nema algjör nauðsyn ber vegna slæmrar lýsingar.
Ég nálgast myndatökuna á svipaðan hátt og restina af deginum, sem heimildarljósmyndari.
Brúðhjónin koma sér fyrir á góðum stað og einfaldlega njóta þess að vera saman enda dagurinn þeirra. Gott spjall um eitthvað skemmtilegt eða upprifjun á góðum augnablikum eru oftast lykillinn til að kallað fram rétta brosið. Ég einblíni svo á að ná augnablikunum úr hæfilegri fjarlægð og skipti mér sem minnst af. Þetta hefur reynst vel og oftar en einu sinni hefur fólk einfaldlega gleymt því að ég sé á staðnum.
Börnin eru ómissandi í myndatökunni fyrir þá sem eru svo lánsamir að vera orðnir foreldar. Þá hef ég byrjað myndatökuna á því að mynda fjölskylduna saman áður en byrjað er á brúðhjónunum einum.
Myndatakan fer oftast fram utandyra nema óskað sé eftir ákveðnum stað innandyra. Ef að veðrið er slæmt að þá er alltaf gott að hafa einhvern stað innadyra til vara og hef ég að sjálfsögðu aðtoðað við að finna hann. Allar óskir um staðsetningu fyrir myndatöku eru velkomnar en einnig get ég aðstoðað með að finna góða staði. Ég hef ávallt reynt að finna stað sem er einhverstaðar á milli athafnar og veislu svo það þurfi ekki að fara langt fyrir myndatökuna. Einnig læt ég veður og vinda ráða dálítið með staðsetninguna og er því alltaf með fleiri en einn stað í huga. Sumir hafa beðið um að fara í myndatökuna fyrir athöfn ef stuttur tími er milli veislu og athafnar. Myndatakan er oftast að taka um 45 min.
Veislan er stór partur af deginum og þar skapast oft augnablik og minningar sem engin vill gleyma. Veislan er engin undatekning á því hvernig ég nálgast daginn nema þá að þar tek ég stundum upp flassið bæði vegna þess að lýsingin í veislusölum er oft lítil eða til að ná stemmningunni á skemmtilegan hátt sem flassið getur gefið.